„Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Sylvía Hall skrifar 7. mars 2021 23:40 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, segir verðlagningu MS gera samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda erfiðari. Vísir Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. Ólafur var gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni í dag ásamt Ernu Bjarnadóttur, hagfræðingi og verkefnastjóra hjá MS. „Það er einn seljandi í rauninni sem þeir geta leitað til um þessa vöru […] Mjólkursamsalan, vegna þessarar undanþágu frá samkeppnislögum, er í rauninni í einokunarstöðu sem hráefnaseljandi hérna innanlands – hefur enga innlenda samkeppni. Hún hefur í raun og sann enga erlenda samkeppni heldur af því að tollarnir á innfluttu mjólkur- eða undanrennudufti eru svo gríðarlega háir og líklega þeir hæstu í heimi, ég hef ekki fundið neitt dæmi um hærri tolla á þessum vörum,“ segir Ólafur. Hann segir tollana gera það að verkum að samskonar duft þrefaldast í verði við innflutning. Það sé því engan veginn hagkvæmt fyrir fyrirtæki að kaupa vöruna erlendis frá og því sé ekki annar kostur í stöðunni en að kaupa það af MS. „Það getur hver sem er sem er að reka fyrirtæki sett sig í þau spor, að geta bara keypt vöruna sína af einum aðila.“ Verða að hámarka tekjurnar úr afurðum sem koma úr framleiðslu Erna segir málið horfa öðruvísi við sér. Rekstrarumhverfi mjólkurframleiðslu sé mótað af búvörulögum og verðlagsnefnd búvöru ákveði verð til framleiðanda. „Og nú vil ég árétta það að Mjólkursamsalan er algjörlega í eigu bænda,“ segir Erna. „Ég skil alveg hvað Ólafur er að segja, en ég vísa annars vegar á það að þetta er gert með stoð í búvörulögum og fyrirtæki sem er bundið af því að greiða ákveðið lágmarksverð, það verður auðvitað að geta selt sínar afurðir út á markað til þess að hafa tekjur til að greiða þetta lágmarksverð. Í ofánalag vill þannig til að hver dropi eða lítri sem þú færð af mjólk inniheldur tvö verðefni.“ Verð á undanrennudufti var lækkað eftir að samningur við Evrópusambandið tók gildi árið 2015 sem felldi úr gildi tolla á ýmsum vörum sem eru að miklu leyti framleiddar úr undanrennudufti. Til þess að koma til móts við það var verðið lækkað. „Við verðum einfaldlega að reyna að hámarka tekjurnar af þeim afurðum sem við fáum út úr framleiðslunni. Við fáum ekki hærra verð en þetta erlendis. Hluti af því undanrennudufti sem er flutt úr landi er úr mjólk sem er umfram greiðslumark og ekki greitt þetta lágmarksverð fyrir.“ Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.Vísir Leiðir til erfiðari samkeppnisstöðu Ólafur telur það ekki vera rétt að verðlagsnefndinni sé skylt að ákveða verð á undanrennudufti, það sé ekki hægt að lesa það úr lögunum. „Nefndin virðist heldur ekki líta á það sem sitt hlutverk samkvæmt lögunum að ákveða þetta verð,“ segir Ólafur og vísar til fundar nefndarinnar í fyrra. „Á fundi í apríl í fyrra lagði formaður nefndarinnar það til við nefndina að hún hætti einfaldlega að ákveða þetta heildsöluverð á undanrennudufti því fyrirtækin á þessum markaði væru fullfær um að semja um það sín á milli. Það var síðan meirihlutinn, sem var skipaður fulltrúm Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Bændasamtakanna sem felldi það að hætta þessari opinberu verðlagningu.“ Hann segir þetta óhjákvæmilega leiða til þess að verð á vörum sem framleiddar eru með undanrennudufti sé hærra en ella og samkeppnisstaða fyrirtækjanna verri. Þau séu mörg hver í samkeppni á alþjóðlegum markaði. „[Þau] standa verr að vígi gagnvart sínum keppinautum sem eru að kaupa jafnvel af Mjólkursamsölunni sömu vöru á mun lægra verði.“ Niðurstaða Hæstaréttar vonbrigði Hæstiréttir dæmdi Mjólkursöluna til þess að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Dómur féll í vikunni en málið hófst með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2016 sem komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum með því að rukka ótengda samkeppnisaðila hærra verð fyrir hrámjólk en tengd fyrirtæki. Var MS þá gert að greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt en MS kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi að mestu leyti og lækkaði sekt MS niður í 40 milljóna króna stjórnvaldssekt. Erna segir niðurstöðuna hafa verið vonbrigði en næstu skref séu að fara yfir dóminn og kanna hvort fyrirtækið þurfi að breyta einhverju í sínum rekstri. „Við hefðum aldrei lagt af stað í þessa vegferð nema við hefðum haft trú á því að endaniðurstaðan yrði á annan veg en það þýðir ekkert að deila við dómarann, nú liggur dómurinn fyrir. Við erum búin að greiða þessa sekt og greiddum hana árið 2018 svo þetta mun ekki hafa áhrif á okkar efnahagsreikning í dag.“ Ólafur telur dóminn mikilvægan leiðarvísi um það hvað markaðsráðandi fyrirtæki geti leyft sér. Hann voni jafnframt að hann hafi jákvæð áhrif og fagnar því að MS ætli að skoða sín mál. „Ég er ánægður að heyra að Erna segi að þau ætli að fara yfir sín vinnubrögð. Því þegar það er búið að halda því svona stíft fram í sjö ár að ekkert hafi verið að, þá hefur maður kannski ekki alveg trú á því að það sé búið að fara alveg í gegnum það að starfa samkvæmt samkeppnislögum og greiða fyrir samkeppni.“ Víglínan Neytendur Samkeppnismál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ólafur var gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni í dag ásamt Ernu Bjarnadóttur, hagfræðingi og verkefnastjóra hjá MS. „Það er einn seljandi í rauninni sem þeir geta leitað til um þessa vöru […] Mjólkursamsalan, vegna þessarar undanþágu frá samkeppnislögum, er í rauninni í einokunarstöðu sem hráefnaseljandi hérna innanlands – hefur enga innlenda samkeppni. Hún hefur í raun og sann enga erlenda samkeppni heldur af því að tollarnir á innfluttu mjólkur- eða undanrennudufti eru svo gríðarlega háir og líklega þeir hæstu í heimi, ég hef ekki fundið neitt dæmi um hærri tolla á þessum vörum,“ segir Ólafur. Hann segir tollana gera það að verkum að samskonar duft þrefaldast í verði við innflutning. Það sé því engan veginn hagkvæmt fyrir fyrirtæki að kaupa vöruna erlendis frá og því sé ekki annar kostur í stöðunni en að kaupa það af MS. „Það getur hver sem er sem er að reka fyrirtæki sett sig í þau spor, að geta bara keypt vöruna sína af einum aðila.“ Verða að hámarka tekjurnar úr afurðum sem koma úr framleiðslu Erna segir málið horfa öðruvísi við sér. Rekstrarumhverfi mjólkurframleiðslu sé mótað af búvörulögum og verðlagsnefnd búvöru ákveði verð til framleiðanda. „Og nú vil ég árétta það að Mjólkursamsalan er algjörlega í eigu bænda,“ segir Erna. „Ég skil alveg hvað Ólafur er að segja, en ég vísa annars vegar á það að þetta er gert með stoð í búvörulögum og fyrirtæki sem er bundið af því að greiða ákveðið lágmarksverð, það verður auðvitað að geta selt sínar afurðir út á markað til þess að hafa tekjur til að greiða þetta lágmarksverð. Í ofánalag vill þannig til að hver dropi eða lítri sem þú færð af mjólk inniheldur tvö verðefni.“ Verð á undanrennudufti var lækkað eftir að samningur við Evrópusambandið tók gildi árið 2015 sem felldi úr gildi tolla á ýmsum vörum sem eru að miklu leyti framleiddar úr undanrennudufti. Til þess að koma til móts við það var verðið lækkað. „Við verðum einfaldlega að reyna að hámarka tekjurnar af þeim afurðum sem við fáum út úr framleiðslunni. Við fáum ekki hærra verð en þetta erlendis. Hluti af því undanrennudufti sem er flutt úr landi er úr mjólk sem er umfram greiðslumark og ekki greitt þetta lágmarksverð fyrir.“ Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.Vísir Leiðir til erfiðari samkeppnisstöðu Ólafur telur það ekki vera rétt að verðlagsnefndinni sé skylt að ákveða verð á undanrennudufti, það sé ekki hægt að lesa það úr lögunum. „Nefndin virðist heldur ekki líta á það sem sitt hlutverk samkvæmt lögunum að ákveða þetta verð,“ segir Ólafur og vísar til fundar nefndarinnar í fyrra. „Á fundi í apríl í fyrra lagði formaður nefndarinnar það til við nefndina að hún hætti einfaldlega að ákveða þetta heildsöluverð á undanrennudufti því fyrirtækin á þessum markaði væru fullfær um að semja um það sín á milli. Það var síðan meirihlutinn, sem var skipaður fulltrúm Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Bændasamtakanna sem felldi það að hætta þessari opinberu verðlagningu.“ Hann segir þetta óhjákvæmilega leiða til þess að verð á vörum sem framleiddar eru með undanrennudufti sé hærra en ella og samkeppnisstaða fyrirtækjanna verri. Þau séu mörg hver í samkeppni á alþjóðlegum markaði. „[Þau] standa verr að vígi gagnvart sínum keppinautum sem eru að kaupa jafnvel af Mjólkursamsölunni sömu vöru á mun lægra verði.“ Niðurstaða Hæstaréttar vonbrigði Hæstiréttir dæmdi Mjólkursöluna til þess að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Dómur féll í vikunni en málið hófst með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2016 sem komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum með því að rukka ótengda samkeppnisaðila hærra verð fyrir hrámjólk en tengd fyrirtæki. Var MS þá gert að greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt en MS kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi að mestu leyti og lækkaði sekt MS niður í 40 milljóna króna stjórnvaldssekt. Erna segir niðurstöðuna hafa verið vonbrigði en næstu skref séu að fara yfir dóminn og kanna hvort fyrirtækið þurfi að breyta einhverju í sínum rekstri. „Við hefðum aldrei lagt af stað í þessa vegferð nema við hefðum haft trú á því að endaniðurstaðan yrði á annan veg en það þýðir ekkert að deila við dómarann, nú liggur dómurinn fyrir. Við erum búin að greiða þessa sekt og greiddum hana árið 2018 svo þetta mun ekki hafa áhrif á okkar efnahagsreikning í dag.“ Ólafur telur dóminn mikilvægan leiðarvísi um það hvað markaðsráðandi fyrirtæki geti leyft sér. Hann voni jafnframt að hann hafi jákvæð áhrif og fagnar því að MS ætli að skoða sín mál. „Ég er ánægður að heyra að Erna segi að þau ætli að fara yfir sín vinnubrögð. Því þegar það er búið að halda því svona stíft fram í sjö ár að ekkert hafi verið að, þá hefur maður kannski ekki alveg trú á því að það sé búið að fara alveg í gegnum það að starfa samkvæmt samkeppnislögum og greiða fyrir samkeppni.“
Víglínan Neytendur Samkeppnismál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira