Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu

Erlendur maður er grunaður um að hafa flutt inn rúman lítra af kókaínvökva til landsins í vor. Ákæruvaldið segir hann hafa viðurkennt að hafa flutt efnin inn að beiðni förunauts síns gegn greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur en tveir menn sem komu með honum til landsns voru einnig handteknir.

Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föður­húsanna

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara.

Ferða­menn gangi á eigin á­byrgð til leiks við náttúru Ís­lands

Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag.

Ekki stóra málið hvað við köllum „leyni­þjónustuna“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“.

Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunar­mönnum

Björgunarfélag Hornafjarðar kom ferðamönnum til aðstoðar við Hoffelsslón suður af Vatnajökli í dag, mánudag, þar sem einn hafði lenti í sjálfheldu í brattri fjallshlíð. Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum.

Bolsonaro í stofu­fangelsi

Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans.

Vill að maðurinn viður­kenni að hann sé ekki faðir drengsins

Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins.

Calvin Harris orðinn faðir

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah.

Sjá meira