Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. 4.10.2025 23:40
Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda. 4.10.2025 21:57
Eldur í þvottahúsi á Granda Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn. 4.10.2025 20:53
Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. 4.10.2025 19:08
Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. 4.10.2025 09:15
Skipar Ísraelum að hætta að sprengja „Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“ 3.10.2025 22:00
Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. 3.10.2025 20:01
Vann á öllum deildum leikskólans Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum. 3.10.2025 18:48
Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. 3.10.2025 12:50
Nafngreina árásarmanninn í Manchester Lögreglan í Manchester hefur nafngreint manninn sem réðst inn í bænahús gyðinga í Manchester í morgun og tók tvo af lífi. 2.10.2025 23:40