Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. 12.1.2026 23:23
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. 12.1.2026 22:01
Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 12.1.2026 17:08
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9.1.2026 06:00
Leita að manneskju við Sjáland Lögregluleit stendur yfir að manneskju í nágrenni við Sjáland í Garðabæ í kvöld. 8.1.2026 20:55
Guðmundur Ingi segir af sér Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. 8.1.2026 18:14
Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Fimmtán framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en tveir bæjarfulltrúar etja þar kappi um oddvitasætið. 8.1.2026 17:52
Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Hið minnsta átta hafa í dag leitað í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn opnaði í grunnskólanum Hofgarði í Öræfum á Suðausturlandi. Vegurinn á milli Skaftafells og Jökulsárlóns er lokaður vegna ófærðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi. 8.1.2026 15:38
Þvag, saur og uppköst í klefum Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið. 7.1.2026 22:38
„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. 7.1.2026 22:25
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent