Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. 22.11.2025 21:12
Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. 22.11.2025 20:11
Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Lögreglu barst tilkynning um yfirstaðið innbrot á höfuðborgarsvæðinu þar sem miklum verðmætum var stolið. Stuttu síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sá reyndist vera með þýfið úr innbrotinu. 22.11.2025 19:31
Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson rifjar upp gamla takta í kvöld. Hann verður með tónleika í Hörpu, sem jafnframt verður streymt heim til fólks, með sama hætti og margir eflaust muna eftir úr faraldrinum. Aðgengi 22.11.2025 19:21
Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Eitt ástsælasta tónskáld Íslands, Jón Ásgeirsson, er látinn 97 ára að aldri. Tónsmiðurinn samdi meðal annars fyrstu íslensku óperuna og einnig lagið undir Maístjörnuna. 22.11.2025 17:48
Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. 22.11.2025 17:28
„Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. 21.11.2025 23:31
Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Flugeldapúður skaust í auga á ungum dreng þegar flugeldasýning við opnun Fjarðarins í Hafnarfirði stóð yfir. Faðir drengsins segir að viðburðarhaldarar hefðu mátt hátta öryggismálum betur þar sem áhorfendur voru nokkuð nálægt sprengjusvæðinu. Heilsa drengsins virðist góð en hann lýsir sviða í auganu, að sögn föðurins. 21.11.2025 22:49
Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. 21.11.2025 20:56
Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. 21.11.2025 18:38