Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­virkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla land­eig­endur

Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin.

Beina­ber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa

„Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa.

Kven­fólkið í Eyjum bjargaði deginum

Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna.

Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egils­stöðum

Mikið fjör er á Unglingalandsmóti UMFÍ sem var sett við hátíðlega athöfn á Egilsstöðum í gær. Þátttakendur hafa margir fundið upp á skemmtilegum liðsnöfnum, meðal annars Skinkurnar og Sykurpabbar.

Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnu­dags

Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær.

„Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“

„Maður þarf að hafa fyrir því að halda í vináttuna. Og mig langaði að fjalla um hvernig ég hef gert það, hvernig ég upplifi vináttu. Og það hefur gerst að maður missir vini,“ segir tónlistarkonan Iðunn Einars, hið 26 ára tónskáldið, er hún talar um breiðskífu sína Í hennar heimi sem kom út í fyrra og var meðal annars tilnefnd til plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor.

Klíndu límmiðum á Orms­son sem versla ekki einu sinni við Rapyd

Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“.

Sjá meira