Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þriðja málið gegn Trump fellt niður

Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020.

„Það er búið að vera steinpakkað“

Bráðasérfræðingur mælir með notkun mannbrodda í óveðrinu á morgun, fimmtudag, en mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa í dag. Hún biðlar til fólks að gefa sér tíma áður en það heldur af stað í vinuna á morgun.

Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali

Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju.

Skrifa ný drög að friðar­á­ætlun

Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land.

Felldu hátt­settan Hezbollah-liða í sprengju­á­rás á Beirút

Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni.

Drógu Hildi aftur í land

Björgunarsveitarmenn komu skipinu Hildi SH777 til bjargar er það bilaði norðvestur af Skaga. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem björgunarbátar koma skipinu til bjargar og draga það í land.

Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt

„Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma.

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum

Fjöldi slökkviliðsmanna var ræstur út um klukkan 18 í kvöld að fjölbýli við Einivelli í Vallahverfi í Hafnarfriði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem reyndist ekki eins mikill og við var búist, að sögn slökkviliðs.

Þriggja fólks­bíla á­rekstur ná­lægt Blöndu­ósi

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út eftir að árekstur varð milli þriggja fólksbíla á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu upp úr klukkan 16 í dag. Tólf manns voru í bílunum. Einhverjir hafa verið fluttir undir læknishendur. Miklar umferðartafir eru á Norðurlandi vestra en annað bílslys varð á svæðinu á svipuðum tíma.

Sjá meira