„Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Magnús Már Einarsson var einstaklega ánægður með sína menn í Aftureldingu eftir að hafa sótt stig á lokamínútunum í 2-2 jafntefli gegn KR, sérstaklega eftir ranglætið sem honum fannst dómararnir hafa beitt gestunum. 4.10.2025 17:45
„Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar. 4.10.2025 16:56
Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum KR og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í þriðju umferð neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins og Elmar Kári Cogic jafnaði metin fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartímans. Bæði lið eru því enn í fallsætum Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir. 4.10.2025 13:15
Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Landslið Íslands í áhaldafimleikum eru á leiðinni á heimsmeistaramót í Indónesíu. Stífar æfingar hafa farið fram í allt sumar og lokahönd var lögð á undirbúninginn hérlendis í gær með því að keppa í fimleikakeppni á netinu. 4.10.2025 09:02
„Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Breiðablik fær þriðja tækifærið til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið mætir Víkingi. Mikilvægt er fyrir Blikana að klára verkefnið í kvöld því framundan er mikið leikjaálag, en Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki trú á öðru en að sigur skili sér loksins. 3.10.2025 12:31
„Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Halldór Árnason var sáttur með margt en svekktur með mörkin sem Breiðablik gaf frá sér í 3-0 tapi gegn Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Meðal þess sem Halldór var sáttur við að sjá voru níu uppaldir Blikar inni á vellinum, þó hann segi engan nenna að hlusta á það þegar stórt tap er annars vegar. 2.10.2025 19:36
Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Breiðablik tapaði 3-0 fyrir svissneska liðinu Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. 2.10.2025 19:00
Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni er Qarabag eitt af sex liðum með fullt hús stiga. Margir leikmenn liðsins eru einnig landsliðsmenn Aserbaísjan, sem steinlá á dögunum fyrir Íslandi í 5-0 sigri strákanna okkar á Laugardalsvelli. 2.10.2025 07:02
Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sneisafulla dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan fimmtudaginn. 2.10.2025 06:00
Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Luis Figo lét sjá sig á stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni sem sendiherra UEFA en baulað var á Portúgalann þegar hann birtist á stóra skjánum í leik Barcelona og PSG. 1.10.2025 23:30