Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Wisla Plock er þremur mörkum yfir í umspilseinvíginu gegn Nantes eftir 28-25 sigur í fyrri leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot gegn sínum gömlu frönsku félögum. 27.3.2025 21:39
Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Jafnt er nú milli Íslendingaliðanna Savehof og Karlskrona í átta liða úrslita einvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 30-36 sigur Karlskrona í kvöld. Framundan er oddaleikur næsta mánudag. 27.3.2025 19:56
Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona. 27.3.2025 19:42
Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn. 27.3.2025 19:29
Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun. 27.3.2025 18:06
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25.3.2025 07:03
Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Landsleikjahlénu lýkur formlega í dag og leikur Svíþjóðar og Norður-Írlands verður sýndur á Vodafone Sport. Þar má einnig finna leik í NHL deildinni. 25.3.2025 06:00
Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Mauricio Pochettino hefur beðið bandarísku þjóðina um að sýna þolinmæði og hafa ekki áhyggjur af slæmum úrslitum núna, liðið verði klárt þegar keppni hefst á heimsmeistaramótinu á næsta ári. 24.3.2025 23:16
Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Ingvar Jónsson hefur skrifað undir samningsframlengingu við Víking út tímabilið 2026. Ingvar hefur verið leikmaður Víkings síðan 2020 og er að sögn Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála, besti markmaður Bestu deildar karla. 24.3.2025 22:31
Evans farinn frá Njarðvík Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða. 24.3.2025 20:31