Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12.10.2024 09:09
Allt að átta stiga frost Í dag verður rólegt í veðri og kalt víðast hvar en þó norðvestan strekkingur austast fram eftir degi. Frost verður á bilinu núll til átta stig. 12.10.2024 08:46
Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum. 12.10.2024 08:18
Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Sextán ára piltur var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt fyrir að miða skammbyssu að lögreglumanni. Byssan reyndist vera eftirlíking af skammbyssu. 12.10.2024 07:27
Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11.10.2024 17:08
Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum. 11.10.2024 16:51
Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11.10.2024 15:33
Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. 11.10.2024 14:13
Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Sjö umsóknir bárustu um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu. Fimm umsækjenda starfa þegar í Seðlabankanum. 11.10.2024 11:11
Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Formaður Félags framhaldsskóla segir annan framhaldsskóla nú undirbúa verkfallsaðgerðir. Hann vill ekkert frekar gefa upp um aðgerðir. 11.10.2024 10:53