Nafn mannsins sem lést á Lúx Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið. 1.7.2023 13:07
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1.7.2023 11:32
Ók óléttri konu heim og rak hana í leiðinni Fyrirtækið Dýralæknar Sandhólaferju er talið hafa brotið lög þegar framkvæmdastjóri þess sagði þungaðri konu upp störfum á meðan hann ók henni heim úr vinnu. Konan segir framkvæmdastjórann hafa ausið yfir hana fúkyrðum á leiðinni. 1.7.2023 09:44
Bjart framan af en von á kröftugum skúrum Lægðin sem legið hefur yfir landinu að undanförnu er nú að þokast til suðausturs. hún dregur norðlæga átt eftir sér inn á landið. Það mun gefa vætu á köflum fyrir norðan og austan og fremur svalt veður. Sunnan heiða verður bjart fyrripart dags en svo má búast við nokkuð kröftugum skúrum sem enst geta fram á kvöld. 1.7.2023 08:32
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1.7.2023 08:05
Unglingar játuðu að partíið væri vandræðalegt Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“ 1.7.2023 07:11
Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. 30.6.2023 23:25
Ætlar að losa miðborgina við 38 þúsund tyggjóklessur Tyggjókarlinn svokallaði hefur störf sín á ný á morgun. Hann hyggst ná því stóra markmiði að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa í sumar. 30.6.2023 21:52
Vopnavörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést. 30.6.2023 21:18
Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. 30.6.2023 19:53