Ók óléttri konu heim og rak hana í leiðinni Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 09:44 Dýralæknar Sandhólaferju eru til húsa rétt vestur af Hellu. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið Dýralæknar Sandhólaferju er talið hafa brotið lög þegar framkvæmdastjóri þess sagði þungaðri konu upp störfum á meðan hann ók henni heim úr vinnu. Konan segir framkvæmdastjórann hafa ausið yfir hana fúkyrðum á leiðinni. Konan kærði ákvörðun Dýralækna Sandhólaferju ehf. um að segja henni upp störfum á meðgöngu til kærunefndar jafnréttismála. Hún taldi fyrirtækið hafa brotið ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um að óheimilt sé að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um uppsögn. Báru fyrir sig tekjufall Í úrskurði kærunefndarinnar, sem kveðinn var upp 27. apríl síðastliðinn, segir að konan, sem er dýralæknir, hafi verið barnshafandi þegar henni var sagt upp störfum í lok febrúar í fyrra, með starfslokum sama dag. Í uppsagnarbréfinu hafi verið tekið fram að uppsagnarfrestur yrði greiddur út. Þá hafi ástæður uppsagnarinnar sagðar nauðsynlegar skipulagsbreytingar og fyrirsjáanlegur samdráttur. Uppsagnarbréfið hafi verið undirritað af öllum hluthöfum fyrirtækisins. Í málsástæðum fyrirtækisins segir að skipulagsbreytingar hafi verið nauðsynlega vegna þess að það hefði ákveðið að hætta að sinna blóðtöku á merum fyrir tiltekið fyrirtæki. Það hafi verið gert í kjölfar neikvæðrar umræðu í samfélaginu og andstöðu starfsmanna fyrirtækisins við blóðtökuna, en það hafi haft drjúgar tekjur af blóðtökunni. Þá hélt fyrirtækið því fram að framkvæmdastjórinn hafi ekki vitað af því að konan væri barnshafandi og að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún væri með stystan starfsaldur dýralækna fyrirtækisins. Hafi tilkynnt þungunina með réttum hætti Konan segir hins vegar að hún hafi verið búin að tilkynna einum eigenda fyrirtækisins að hún væri þunguð og að sá hafi gengt starfi framkvæmdastjóra í fjarveri framkvæmdastjórans vegna veikinda hans. Þá bendir hún á að eiginkona framkvæmdastjórans hafi vitað um þungunina þar sem það hafi komið upp atvik þegar einn starfsmaðurinn notaði röntgentæki að henni og eiginkonunni viðstöddum. Hefði eiginkonan hughreyst hana. Hafi meirihluti eigenda fyrirtækisins því vitað af þunguninni. Ekki rétt að hún hafi verið með stystan starfsaldur Konan hélt því einnig fram í málatilbúnaði sínum að fullyrðingar fyrirtækisins, um að hún hefði stysta starfsaldur dýralækna, væru ekki á rökum reistar. Nefnir hún dæmi um dýralækni sem hafi útskrifast í apríl 2019 en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í mars 2019. Þá hafi annar dýralæknir hafið störf hjá kærða í júlí 2021 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í sama mánuði. Konan hafi aftur á móti hafið störf hjá fyrirtækinu í október 2020 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í desember 2017. Hefði hún því lengstan starfsaldur og mestu reynsluna en hún hefði tekið virkan þátt í að kenna og leiðbeina fyrrnefndum tveimur dýralæknum, auk þess að sinna fleiri og flóknari verkefnum en þær. Þá tekur hún fram að fyrst nefndi dýralæknirinn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að hún heyrði að henni hefði verið sagt upp störfum. Sönnunarbyrðin á fyrirtækinu Í úrskurði kærunefndarinnar segir að konunni hafi tekist að leiða að því líkur að uppsögn hennar tengdist þungun hennar og því færðist sönnunarbyrðin yfir á fyrirtækið. Þannig hafi fyrirtækið þurft að færa sönnur á það að málefnalegar ástæður hafi legið að baki uppsögninni. Nefndin telur ekki verða véfengt það mat fyrirtækisins að það þyrfti að ráðast í endurskipulagningu eftir að blóðtöku var hætt. Í málinu hafi hins vegar hvorki komið skýrt fram í hverju endurskipulagning fælist né að fram hafi farið mat hvers vegna konunni var sagt upp störfum frekar en öðrum dýralæknum. „Skiptir í því sambandi ekki máli að aðrir dýralæknar hafi einnig sinnt sambærilegum störfum og kærandi gerði hjá kærða. Þá liggur fyrir að kærandi hafði starfað lengur eftir nám sem dýralæknir hjá kærða en annar dýralæknir sem ekki var sagt upp störfum. Verður því hvorki fallist á að kærði hafi gert grein fyrir hvaða mat lá til grundvallar ákvörðun hans um uppsögn kæranda né að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið því til grundvallar. Samkvæmt því verður að telja að kærða hafi ekki tekist að sýna fram á að ákvörðun um uppsögn kæranda hafi grundvallast á öðrum ástæðum en fæðingar- og foreldraorlofi, meðgöngu eða barnsburði,“ segir í úrskurðinum. Jafnréttismál Vinnumarkaður Rangárþing ytra Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Konan kærði ákvörðun Dýralækna Sandhólaferju ehf. um að segja henni upp störfum á meðgöngu til kærunefndar jafnréttismála. Hún taldi fyrirtækið hafa brotið ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um að óheimilt sé að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um uppsögn. Báru fyrir sig tekjufall Í úrskurði kærunefndarinnar, sem kveðinn var upp 27. apríl síðastliðinn, segir að konan, sem er dýralæknir, hafi verið barnshafandi þegar henni var sagt upp störfum í lok febrúar í fyrra, með starfslokum sama dag. Í uppsagnarbréfinu hafi verið tekið fram að uppsagnarfrestur yrði greiddur út. Þá hafi ástæður uppsagnarinnar sagðar nauðsynlegar skipulagsbreytingar og fyrirsjáanlegur samdráttur. Uppsagnarbréfið hafi verið undirritað af öllum hluthöfum fyrirtækisins. Í málsástæðum fyrirtækisins segir að skipulagsbreytingar hafi verið nauðsynlega vegna þess að það hefði ákveðið að hætta að sinna blóðtöku á merum fyrir tiltekið fyrirtæki. Það hafi verið gert í kjölfar neikvæðrar umræðu í samfélaginu og andstöðu starfsmanna fyrirtækisins við blóðtökuna, en það hafi haft drjúgar tekjur af blóðtökunni. Þá hélt fyrirtækið því fram að framkvæmdastjórinn hafi ekki vitað af því að konan væri barnshafandi og að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún væri með stystan starfsaldur dýralækna fyrirtækisins. Hafi tilkynnt þungunina með réttum hætti Konan segir hins vegar að hún hafi verið búin að tilkynna einum eigenda fyrirtækisins að hún væri þunguð og að sá hafi gengt starfi framkvæmdastjóra í fjarveri framkvæmdastjórans vegna veikinda hans. Þá bendir hún á að eiginkona framkvæmdastjórans hafi vitað um þungunina þar sem það hafi komið upp atvik þegar einn starfsmaðurinn notaði röntgentæki að henni og eiginkonunni viðstöddum. Hefði eiginkonan hughreyst hana. Hafi meirihluti eigenda fyrirtækisins því vitað af þunguninni. Ekki rétt að hún hafi verið með stystan starfsaldur Konan hélt því einnig fram í málatilbúnaði sínum að fullyrðingar fyrirtækisins, um að hún hefði stysta starfsaldur dýralækna, væru ekki á rökum reistar. Nefnir hún dæmi um dýralækni sem hafi útskrifast í apríl 2019 en hún hafi hafið störf hjá fyrirtækinu í mars 2019. Þá hafi annar dýralæknir hafið störf hjá kærða í júlí 2021 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í sama mánuði. Konan hafi aftur á móti hafið störf hjá fyrirtækinu í október 2020 en hún hafi útskrifast sem dýralæknir í desember 2017. Hefði hún því lengstan starfsaldur og mestu reynsluna en hún hefði tekið virkan þátt í að kenna og leiðbeina fyrrnefndum tveimur dýralæknum, auk þess að sinna fleiri og flóknari verkefnum en þær. Þá tekur hún fram að fyrst nefndi dýralæknirinn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir að hún heyrði að henni hefði verið sagt upp störfum. Sönnunarbyrðin á fyrirtækinu Í úrskurði kærunefndarinnar segir að konunni hafi tekist að leiða að því líkur að uppsögn hennar tengdist þungun hennar og því færðist sönnunarbyrðin yfir á fyrirtækið. Þannig hafi fyrirtækið þurft að færa sönnur á það að málefnalegar ástæður hafi legið að baki uppsögninni. Nefndin telur ekki verða véfengt það mat fyrirtækisins að það þyrfti að ráðast í endurskipulagningu eftir að blóðtöku var hætt. Í málinu hafi hins vegar hvorki komið skýrt fram í hverju endurskipulagning fælist né að fram hafi farið mat hvers vegna konunni var sagt upp störfum frekar en öðrum dýralæknum. „Skiptir í því sambandi ekki máli að aðrir dýralæknar hafi einnig sinnt sambærilegum störfum og kærandi gerði hjá kærða. Þá liggur fyrir að kærandi hafði starfað lengur eftir nám sem dýralæknir hjá kærða en annar dýralæknir sem ekki var sagt upp störfum. Verður því hvorki fallist á að kærði hafi gert grein fyrir hvaða mat lá til grundvallar ákvörðun hans um uppsögn kæranda né að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið því til grundvallar. Samkvæmt því verður að telja að kærða hafi ekki tekist að sýna fram á að ákvörðun um uppsögn kæranda hafi grundvallast á öðrum ástæðum en fæðingar- og foreldraorlofi, meðgöngu eða barnsburði,“ segir í úrskurðinum.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Rangárþing ytra Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira