Börnum sagt að redda sér sjálf eftir aflýsingu flugs Móðir tveggja barna sem áttu bókað flug með Icelandair í morgun segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar. Krakkarnir vörðu fimm klukkustundum í flugrútu og komu svo að tómum kofanum hvað varðaði aðstoð í Keflavík. 19.12.2022 18:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegum var lokað og flugsamgöngur lágu niðri í aftakaveðri í dag. Við verðum í beinni útsendingu frá Suðurnesjum þar sem farþegar hafa setið fastir og heyrum í fólki á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast í dag. Allt um vonskuverðið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19.12.2022 18:00
Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19.12.2022 17:40
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19.12.2022 09:58
Kennurum varð að ósk sinni og skólastjórinn sagði upp Skólastjóri Hvassaleitisskóla hefur óskað eftir því að láta af störfum og Reykjavíkurborg hefur fallist á ósk hans. Fyrir mánuði undirrituðu fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. 18.12.2022 14:29
Sterkur skjálfti mældist í Kötlu Rétt upp úr klukkan ellefu mældist skjálfti af stærðinni 3,8 í norðanverðri Kötluöskju. Ein tilkynning hefur borist um að skjálftinn hafi fundist í Drangshlíðardal. 18.12.2022 12:22
Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða norður í land eftir að útkall barst vegna bílveltu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að annar þeirra sé alvarlega slasaður. 18.12.2022 12:13
Hádegisfréttir Bylgjunnar Björgunarsveitir í Grindavík unnu þrekvirki í nótt þegar þær ferjuðu um þrjúhundruð bíla, sem voru fastir í hálfan sólarhring. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 18.12.2022 12:05
Úkraínumenn völdu framlag sitt í sprengjubyrgi Úkraínumenn völdu í gær framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða. Raftónlistartvíeykið Tvorchi fór með sigur af hólmi í forkeppninni, sem haldin var í sprengjubyrgi að þessu sinni. 18.12.2022 11:07
Fjallað um jólabækur og eignadreifingu Farið verður um víðan völl í þjóðlífsþættinum Sprengisandi í dag. Lína Guðlaug Atladóttir ríður á vaðið og ræðir nýútkomna bók sína um Kína, Rót. 18.12.2022 10:14