Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hjólagarpurinn Þor­­steinn heiðraður

Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðahringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum en hann missti tengdason sinn fyrir nokkru og vildi hann styrkja samtökin. Píetasamtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og far­sældar“

„Menntun er ekki bara máttur, hún er vagga frelsis og farsældar. Megi ykkur auðnast, kæru kandídatar, að nýta mátt menntunarinnar, sjálfa þekkinguna til góðra verka, þannig að hún stuðli að farsæld og friði hvar sem þið látið til ykkar taka á komandi árum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í dag.

Rússar létu sprengjum rigna yfir Luhansk

Rússar reyna nú eftir fremsta megni að ná borgunum Sieveródonetsk og Lysychansk í Luhanskhéraði á sitt vald. Þeir létu sprengjum rigna yfir borgirnar í morgun og hæfðu meðal annars efnaverksmiðju þar sem hundruð almennra borgara hafa leitað skjóls undanfarið.

Met­fjöldi braut­skráðra frá Há­skóla ís­lands

Háskóli Íslands brautskráir 2.594 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag, aldrei hafa fleiri verið brautskráðið. Í fyrsta skipti í tvö ár munu vinir og vandamenn brautskráðra mega mæta á athöfnina en hún verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi.

Róbert hringir loka­bjöllunni í til­efni skráningar Al­vot­ech

Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í morgun. Í tilefni af því mun Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja lokabjöllu kauphallarinnar við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum félagsins.

Tveggja ára skil­orðs­bundið fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára.

Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Sjá meira