Herða reglur um rafskútur sem sagðar eru gera Róm að villta vestrinu Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 14:54 Rómverjar og aðkomumenn aka margir fram hjá spænsku tröppunum á leigðum rafskútum. Gennaro Leonardi/Getty Borgaryfirvöld í Róm á Ítalíu ætla að herða reglur um notkun rafskúta, hámarkshraði verður lækkaður og notkun verður bönnuð börnum. Líkt og svo víða annars staðar er rafskútuleigumarkaður sístækkandi í Róm, höfuðborg Ítalíu. Þar eru nú 14.500 rafskútur frá sjö mismunandi leigum til leigu. Það er ekki bara tekið út með sældinni að hafa aðgang að svo mörgum rafskútum en sautján manns hafa látist á Ítalíu á síðustu tveimur árum í slysum tengdum rafskútum, að sögn neytendasamtakanna Codacons. „Þetta er villta vestrið þar sem rafskúturnar eru þar sem þær ættu ekki að vera, oft með tvo um borð og yfir hámarkshraða,“ hefur The Guardian eftir formanni þeirra, Carlo Rienzi. Lögreglan í Róm fær fimmtán mál á mánuði inn á borð til sín þar sem slys verða á fólki af völdum rafskútunotkunar, að sögn AFP. Samkvæmt nýjum reglum sem lagðar hafa verið til í borgarstjórn verður aðeins fullorðnum sem geta framvísað skilríkjum leyft að taka rafskútur á leigu, rafskútuleigum fækkað í þrjár og hámarkshraði lækkaður í tuttugu kílómetra á klukkustund á götum og í sex kílómetra á klukkustund á gangstéttum. Nýjar reglur falla misvel í kramið hjá Rómverjum en notendur rafskúta kvarta margir sáran yfir lækkuðum hámarkshraða á meðan aðrir fagna. „Þeir svína fyrir mann. Þeir taka fram úr bæði hægra og vinstra megin, þeir festast fyrir framan okkur og eiga á hættu að kremjast,“ segir strætóbílstjórinn Paulo Facioni í samtali við The Guardian. Hann fagnar tilkomu hertra reglna um rafskútur. Rafhlaupahjól Ítalía Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Líkt og svo víða annars staðar er rafskútuleigumarkaður sístækkandi í Róm, höfuðborg Ítalíu. Þar eru nú 14.500 rafskútur frá sjö mismunandi leigum til leigu. Það er ekki bara tekið út með sældinni að hafa aðgang að svo mörgum rafskútum en sautján manns hafa látist á Ítalíu á síðustu tveimur árum í slysum tengdum rafskútum, að sögn neytendasamtakanna Codacons. „Þetta er villta vestrið þar sem rafskúturnar eru þar sem þær ættu ekki að vera, oft með tvo um borð og yfir hámarkshraða,“ hefur The Guardian eftir formanni þeirra, Carlo Rienzi. Lögreglan í Róm fær fimmtán mál á mánuði inn á borð til sín þar sem slys verða á fólki af völdum rafskútunotkunar, að sögn AFP. Samkvæmt nýjum reglum sem lagðar hafa verið til í borgarstjórn verður aðeins fullorðnum sem geta framvísað skilríkjum leyft að taka rafskútur á leigu, rafskútuleigum fækkað í þrjár og hámarkshraði lækkaður í tuttugu kílómetra á klukkustund á götum og í sex kílómetra á klukkustund á gangstéttum. Nýjar reglur falla misvel í kramið hjá Rómverjum en notendur rafskúta kvarta margir sáran yfir lækkuðum hámarkshraða á meðan aðrir fagna. „Þeir svína fyrir mann. Þeir taka fram úr bæði hægra og vinstra megin, þeir festast fyrir framan okkur og eiga á hættu að kremjast,“ segir strætóbílstjórinn Paulo Facioni í samtali við The Guardian. Hann fagnar tilkomu hertra reglna um rafskútur.
Rafhlaupahjól Ítalía Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira