Herða reglur um rafskútur sem sagðar eru gera Róm að villta vestrinu Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 14:54 Rómverjar og aðkomumenn aka margir fram hjá spænsku tröppunum á leigðum rafskútum. Gennaro Leonardi/Getty Borgaryfirvöld í Róm á Ítalíu ætla að herða reglur um notkun rafskúta, hámarkshraði verður lækkaður og notkun verður bönnuð börnum. Líkt og svo víða annars staðar er rafskútuleigumarkaður sístækkandi í Róm, höfuðborg Ítalíu. Þar eru nú 14.500 rafskútur frá sjö mismunandi leigum til leigu. Það er ekki bara tekið út með sældinni að hafa aðgang að svo mörgum rafskútum en sautján manns hafa látist á Ítalíu á síðustu tveimur árum í slysum tengdum rafskútum, að sögn neytendasamtakanna Codacons. „Þetta er villta vestrið þar sem rafskúturnar eru þar sem þær ættu ekki að vera, oft með tvo um borð og yfir hámarkshraða,“ hefur The Guardian eftir formanni þeirra, Carlo Rienzi. Lögreglan í Róm fær fimmtán mál á mánuði inn á borð til sín þar sem slys verða á fólki af völdum rafskútunotkunar, að sögn AFP. Samkvæmt nýjum reglum sem lagðar hafa verið til í borgarstjórn verður aðeins fullorðnum sem geta framvísað skilríkjum leyft að taka rafskútur á leigu, rafskútuleigum fækkað í þrjár og hámarkshraði lækkaður í tuttugu kílómetra á klukkustund á götum og í sex kílómetra á klukkustund á gangstéttum. Nýjar reglur falla misvel í kramið hjá Rómverjum en notendur rafskúta kvarta margir sáran yfir lækkuðum hámarkshraða á meðan aðrir fagna. „Þeir svína fyrir mann. Þeir taka fram úr bæði hægra og vinstra megin, þeir festast fyrir framan okkur og eiga á hættu að kremjast,“ segir strætóbílstjórinn Paulo Facioni í samtali við The Guardian. Hann fagnar tilkomu hertra reglna um rafskútur. Rafhlaupahjól Ítalía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Líkt og svo víða annars staðar er rafskútuleigumarkaður sístækkandi í Róm, höfuðborg Ítalíu. Þar eru nú 14.500 rafskútur frá sjö mismunandi leigum til leigu. Það er ekki bara tekið út með sældinni að hafa aðgang að svo mörgum rafskútum en sautján manns hafa látist á Ítalíu á síðustu tveimur árum í slysum tengdum rafskútum, að sögn neytendasamtakanna Codacons. „Þetta er villta vestrið þar sem rafskúturnar eru þar sem þær ættu ekki að vera, oft með tvo um borð og yfir hámarkshraða,“ hefur The Guardian eftir formanni þeirra, Carlo Rienzi. Lögreglan í Róm fær fimmtán mál á mánuði inn á borð til sín þar sem slys verða á fólki af völdum rafskútunotkunar, að sögn AFP. Samkvæmt nýjum reglum sem lagðar hafa verið til í borgarstjórn verður aðeins fullorðnum sem geta framvísað skilríkjum leyft að taka rafskútur á leigu, rafskútuleigum fækkað í þrjár og hámarkshraði lækkaður í tuttugu kílómetra á klukkustund á götum og í sex kílómetra á klukkustund á gangstéttum. Nýjar reglur falla misvel í kramið hjá Rómverjum en notendur rafskúta kvarta margir sáran yfir lækkuðum hámarkshraða á meðan aðrir fagna. „Þeir svína fyrir mann. Þeir taka fram úr bæði hægra og vinstra megin, þeir festast fyrir framan okkur og eiga á hættu að kremjast,“ segir strætóbílstjórinn Paulo Facioni í samtali við The Guardian. Hann fagnar tilkomu hertra reglna um rafskútur.
Rafhlaupahjól Ítalía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira