Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21.6.2022 13:36
Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.6.2022 11:40
Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21.6.2022 11:05
Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. 20.6.2022 16:15
Þrjár alvarlegar líkamsárásir um helgina Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina en tuttugu og þrjár líkamsárásir voru tilkynntar, þar af þrjár alvarlegar. Þá fór lögregla í fjórtán útköll vegna heimilisofbeldis. 20.6.2022 15:19
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20.6.2022 11:57
Kamila og Marco valin Reykvíkingar ársins Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato eru Reykvíkingar ársins 2022. Formaður borgarráðs tilkynnti valið við opnun Elliðaána í morgun áður en þeim Kamilu og Marco var boðið að renna fyrir laxi. 20.6.2022 09:59
Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. 20.6.2022 08:23
Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. 17.6.2022 16:54
Forseti sæmdi fjórtán fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 17.6.2022 16:05