Malbikstöðin kaupir allan flota Fljótavíkur Malbikstöðin hefur keypt allan flota fyrirtækisins Fljótavíkur ehf. en fyrrnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og lagningu á umhverfisvænu malbiki. 17.6.2022 15:13
Foreldrum brugðið þegar hoppukastali tæmdist Rafmagni sló út með með þeim afleiðingum að hoppukastali í Hljómskálagarðinum tæmdist af lofti. Að sögn sjónarvotta var börnum og foreldrum þeirra nokkuð brugðið en viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg segir engin börn hafa verið í hættu. 17.6.2022 14:47
Sylwia Zajkowska er fjallkona ársins 2022 Sylwia Zajkowska er fjallkona ársins 2022. Hún flutti ávarp fjallkonunnar á Austurvelli fyrir skömmu en það var samið af Brynju Hjálmsdóttur. 17.6.2022 13:38
Tveir fluttir á slysadeild eftir að byggingaverkamönnum sinnaðist Tveimur byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi sinnaðist á ellefta tímanum í morgun með þeim afleiðingum að tveir voru fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn. 17.6.2022 11:30
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17.6.2022 10:58
Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17.6.2022 09:39
Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. 12.6.2022 23:50
Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12.6.2022 21:42
María er fundin María Bjarnadóttir, sem leitað var frá um klukkan 10 í morgun, er komin í leitirnar heil á húfi. 12.6.2022 19:21
Miklar tafir á Borgarfjarðarbrú vegna elds í bíl Eldur komst í bíl á Borgarfjarðarbrú með þeim afleiðingum að umferð suður um Borgarnes nánast stöðvaðist. Bílaröð náði langt upp fyrir Borgarnes. 12.6.2022 18:21