Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 21:42 Hildur Sverrisdóttir hefur fengið þingmenn úr öllum flokkum með sér í lið. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún. Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira