Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöldfréttum Stöðvar 2 gagnrýnir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra áætlanir stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlun þrjú. Stjórnarandstaðan fékk fyrst að sjá endanlegt álit meirihlutans á föstudag en afgreiða á áætlunina ásamt fjölmörgum öðrum málum fyrir þinghlé á fimmtudag. 12.6.2022 18:01
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12.6.2022 11:00
Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12.6.2022 07:00
Þrír mánuðir fyrir kynferðislega áreitni Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu í bíl hennar. 11.6.2022 22:36
Kötturinn Nói, þróunarstjóri Forlagsins, er allur Kötturinn Nói, sem sinnti stöðu þróunarstjóra Forlagsins í þau tæplega þrettán ár sem hann lifði, drapst í morgun. Framkvæmdarstjóri bókaútgáfunnar segir starfsfólkið vera í sárum. 11.6.2022 21:58
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11.6.2022 19:39
Nauðgunarmálsókn gegn Ronaldo vísað frá dómi Málsókn Kathryn Mayorga á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo hefur verið vísað frá dómi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Mayorga sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í borginni árið 2009. Hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur. 11.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Afstöðu, félags fanga, sem segir fólk með geðræn vandamál sem ekki fái viðunandi þjónustu vera tifandi tímasprengjur víða í þjóðfélaginu. 11.6.2022 18:00
Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. 9.6.2022 23:36
Samþykktu að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð Ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum í dag að sveitarfélagið fengi nafnið Húnabyggð. 9.6.2022 22:57