Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Upp­götvuðu svikin á fimmtu­degi og kærðu að­fara­nótt laugar­dags

Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni.

Vill hætta að kaupa aug­lýsingar á samfélagsmiðlum

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.

Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga

Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum.

Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Græn­landi

Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni.

Arn­dís Soffía tekur við af Grími

Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið.

„Lafufu“ geti verið hættu­leg

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal.

Far­sæll ferill eða í meira lagi um­deildur?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli.

Heldur fullum launum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum.

Sig­ríður Björk segir af sér

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið.

Sjá meira