Loka Breiðholtsbraut alla helgina Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur. 6.11.2025 11:09
Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Maður sem sætir ákæru fyrir, og hefur játað, að hafa nauðgað ólögráða stúlku í félagi við annan mann, sætir áframhaldandi farbanni til byrjunar febrúar. Geðlæknar hafa metið hann sem svo að refsing sé ekki líkleg til að bera árangur. 5.11.2025 16:40
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5.11.2025 16:03
Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Íslensk erfðagreining fagnar dómi Hæstaréttar, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi ekki brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19, þegar faraldur hans var á upphafsmetrunum. 5.11.2025 13:22
Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Hæstiréttur hefur fallist á kröfur Íslenskrar erfðagreiningar um ógildingu á úrskurði Persónuverndar, um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. 5.11.2025 11:03
Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5.11.2025 09:59
Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. 5.11.2025 08:02
Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. 4.11.2025 17:01
Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. 4.11.2025 15:38
„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. 4.11.2025 15:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent