

Íþróttafréttamaður
Aron Guðmundsson
Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.
Nýjustu greinar eftir höfund

Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum
Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt.

Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga
Valgeir Lunddal er klár í að byrja seinni leikinn gegn Kósovó á morgun í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa hrist af sér smávægileg meiðsli sem héldu honum frá keppni í fyrri leiknum.

Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó
Það er komið að leikdegi í Pristina í Kósovó en þar mun íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefja vegferð sína undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gegn heimamönnum í kvöld í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk"
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir Mikael Neville Anderson hafa verið mjög leiðan yfir því að geta ekki tekið þátt í komandi leikjum Íslands gegn Kósovó, í umspili Þjóðadeildarinnar, vegna meiðsla. Honum hafi verið ætlað stórt hlutverk.

„Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“
Spenningurinn hefur gert rækilega var um sig hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni sem stýrir sínum fyrsta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Undirbúningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur.

„Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur"
Orra Stein Óskarsson hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrirliðabandið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.

Sjö leikmenn Íslands á hálum ís
Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum.

Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld
Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar.

Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó
Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla.

Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum.