Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin. 21.2.2025 12:25
Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Dagmar Agnarsdóttir er engin venjuleg amma. Hún sneri heim til Íslands af Evrópumóti í kraftlyftingum á dögunum með gullverðlaun og þremur heimsmetum ríkari. Barnabörnin máta vöðvana sína við hennar og eru stolt af því að eiga þessa ofur ömmu. 21.2.2025 07:32
Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. 20.2.2025 13:02
Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem bókað er að kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins sem verða að sjálfsögðu allir sýndir á sportrásum Stöðvar 2. 19.2.2025 17:30
Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. 19.2.2025 15:03
Ræddi við Arnór en ekki um peninga Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið. 19.2.2025 10:30
Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings Reykjavíkur fylgdist stoltur með liðinu ná í einn af stærstu sigrum íslensks félagsliðs í Evrópu í er liðið lagði Panathinaikos af velli, 2-1 í Sambandsdeildinni. Arnar segir arftaka sinn hafa gert liðið að sínu strax í fyrsta leik. 15.2.2025 09:32
Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af kappi í Króatíu fyrir endurkomu sína í búrið í mars næstkomandi. 14.2.2025 11:01
Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. 14.2.2025 10:02
Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Þrír menn hafa verið dæmdir í Þýskalandi fyrir að hafa reynt að kúga fé frá fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher með því að hóta því að birta viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám hans sem og myndir af honum. 14.2.2025 08:01