Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17.1.2025 08:03
Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Skilaboð Arnars Gunnlaugssonar, nýráðins landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, til leikmanna sinna í landsliðinu eru skýr og þau skilaboð dregur hann sem lærdóm af sínum landsliðsferli. Hann vill að leikmenn Íslands taki landsliðsferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð.“ 17.1.2025 07:30
Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Leikir kvöldsins á HM í handbolta buðu ekki upp á nein óvænt tíðindi. Danir burstuðu til að mynda Túnis á heimavelli og Svíar hefja HM á sigri. 16.1.2025 21:11
Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Viðræður tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Besiktas við Ole Gunnar Solskjær eru langt á veg komnar og bendir allt til þess að Norðmaðurinn sé næsti þjálfari liðsins. 16.1.2025 20:16
Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Jón Daði Böðvarson hefur gengið til liðs við Burton Albion FC í ensku C-deildinni. Frá þessu greinir félagið nú í kvöld. 16.1.2025 19:29
Aron ekki skráður inn á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir. 16.1.2025 12:17
Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við. 16.1.2025 11:31
Tekur á líkama og sál að gera þetta Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson samdi á dögunum við nýja atvinnumannadeild í CrossFit, World Fitness Project, líkt og fleiri af bestu CrossFit keppendum heims en það er fyrrverandi atvinnumaðurinn og keppinautur Björgvins, Will Moorad sem stendur að baki deildinni sem er að brjóta blað í sögu íþróttarinnar. 16.1.2025 10:30
Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ „Þetta hefði alveg geta verið ég,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson atvinnumaður í Crossfit um andlát keppinautar síns og kollega, Lazar Dukic, á heimsleikum CrossFit í fyrra. Hann tekur undir gagnrýni sem sett hefur verið fram á skipuleggjendur heimsleikanna og segir það miður að svona sorglegur atburður hafi þurft að eiga sér stað svo hlustað yrði á íþróttafólkið og áhyggjur þeirra. 16.1.2025 07:31
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum. 15.1.2025 09:31