Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“

Ís­lenska karla­lands­liðið hóf veg­ferð sína á HM í hand­bolta með þrettán marka sigri gegn Græn­höfða­eyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sér­fræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik ís­lenska liðsins en mikið rými til bætinga.

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Við­ræður við Solskjær langt á veg komnar

Viðræður tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Besiktas við Ole Gunnar Solskjær eru langt á veg komnar og bendir allt til þess að Norðmaðurinn sé næsti þjálfari liðsins. 

Aron ekki skráður inn á HM

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum. Aron Pálmarsson er ekki skráður inn í mótið en hægt er að bæta honum við leikmannahópinn seinna meir.

Hefði viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir Arnar frá KSÍ

Forráða­menn Víkings Reykja­víkur hefðu viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir fyrr­verandi þjálfara sinn, Arnar Gunn­laugs­son, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að drauma­starfinu og telja að endingu að niður­staðan viðræðanna sé eitt­hvað sem að allir geti verið sáttir við.

Tekur á líkama og sál að gera þetta

Ís­lenski Cross­Fit kappinn Björg­vin Karl Guð­munds­son samdi á dögunum við nýja at­vinnu­manna­deild í Cross­Fit, World Fit­ness Project, líkt og fleiri af bestu Cross­Fit kepp­endum heims en það er fyrr­verandi at­vinnu­maðurinn og keppi­nautur Björg­vins, Will Moor­ad sem stendur að baki deildinni sem er að brjóta blað í sögu íþróttarinnar.

Björg­vin um harm­leikinn: „Hefði al­veg getað verið ég“

„Þetta hefði alveg geta verið ég,“ segir Björg­vin Karl Guð­munds­son at­vinnu­maður í Cross­fit um and­lát keppi­nautar síns og kollega, Lazar Du­kic, á heims­leikum Cross­Fit í fyrra. Hann tekur undir gagn­rýni sem sett hefur verið fram á skipu­leggj­endur heims­leikanna og segir það miður að svona sorg­legur at­burður hafi þurft að eiga sér stað svo hlustað yrði á íþrótta­fólkið og áhyggjur þeirra.

Sjá meira