Móðir Maguire tjáir sig: „Óska þess að enginn verði fyrir svona aðkasti“ Móðir Harry Maguire, leikmanns enska landsliðsins í fótbolta og Manchester United, segir það taka mjög á að horfa upp á hann þurfa að ganga í gegnum það aðkast sem beint hefur verið að honum undanfarið. Hún óski engum að ganga í gegnum það sem sonur hennar er að ganga í gegnum. 14.9.2023 10:31
Rýfur þögnina eftir áfallið mikla: „Er gjörsamlega niðurbrotinn“ Aaron Rodgers, leikstjórnandi New York Jets, sem verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið hásin í fyrstu umferð NFL deildarinnar á , þakkar fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum fyrir sig. Hann segist munu rísa enn á ný. 14.9.2023 10:01
Hinn 78 ára Þorgeir sýndi snilldartakta í beinni: Sló út meistara og vann riðilinn Það má með sanni segja að Þorgeir Guðmundsson, 78 ára gamall pílukastari og KR goðsögn, hafi átt sviðið í gær í Úrvalsdeildinni í pílukasti þegar að keppni í C-riðli fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 14.9.2023 09:30
Elvar framlengir dvöl sína í Danmörku: Áhuginn mikill frá öðrum liðum Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Elvar Ásgeirsson, hefur framlengt dvöl sína í Danmörku hjá úrvalsdeildarfélaginu Ribe-Esbjerg til ársins 2026. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu í morgun. 14.9.2023 09:01
Óvissa uppi um næstu skref hjá Ara Frey: „Eina sem ég hef lifað fyrir“ Samningur Ara Freys Skúlasonar, atvinnumanns og fyrrum landsliðsmanns Íslands í fótbolta, við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Óvissa er uppi um framhaldið. 14.9.2023 08:30
Goðsögnin útilokar ekki endurkomu í Formúlu 1 Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og goðsögn í sögu mótaraðarinnar, útilokar ekki möguleikann á endurkomu í Formúlu 1. 14.9.2023 07:30
Brast í grát á magnaðri heimkomuhátíð Serbneska tennisgoðsögnin Novak Djokovic, varð djúpt snortinn á heimkomuhátið í Serbíu eftir sigur hans á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum. Þessi magnaði íþróttamaður brast í grát er 50 þúsund Serbar fögnuðu honum. 13.9.2023 16:31
Þorsteinn Már verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli á laugardaginn næstkomandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 13.9.2023 14:29
Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026. 13.9.2023 11:31
Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. 13.9.2023 10:31