Handbolti

Elvar fram­lengir dvöl sína í Dan­mörku: Á­huginn mikill frá öðrum liðum

Aron Guðmundsson skrifar
Elvar í leik með íslenska landsliðinu
Elvar í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Elvar Ás­geirs­son, hefur fram­lengt dvöl sína í Dan­mörku hjá úr­vals­deildar­fé­laginu Ribe-Esb­jerg til ársins 2026. Frá þessu greinir fé­lagið í til­kynningu í morgun.

Elvar, sem hefur á sínum ferli einnig spilað í at­vinnu­mennskunni í Þýska­landi og Frakk­landi, gekk til liðs við Ribe-Esb­jerg árið 2022 og samdi þá við fé­lagið til tveggja ára.

Nú er orðið ljóst að hann mun dvelja lengur hjá fé­laginu en það en þessi 29 ára gamli leik­maður hefur skorað 101 mark og gefið 88 stoð­sendingar fyrir liðið.

„Ég er mjög á­nægður með að hafa fram­lengt samning minn hér,“ segir Elvar í til­kynningu Ribe-Esb­jerg. „Ég hef mikla trú á þessu liði sem við erum með í höndunum og tel okkur geta tekið fleiri skref í rétta átt á næstu árum. “

Í til­kynningu Ribe-Esb­jerg segir jafn­framt að mikli á­hugi hafi verið á Elvari, bæði frá öðrum liðum í Dan­mörku en einnig öðrum deildum Evrópu. Fé­lagið lýsir yfir mikilli á­nægju með að hafa landað fram­lengingu á samningi hans.

Ribe-Esbjerg hefur farið vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Að þremur umferðum loknum situr liðið í 4. sæti með fjögur stig eftir tvo sigra og eitt tap. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×