Tekur fyrir að starfsfólk Manchester United vinni að heiman Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, sem á vænan hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United, hefur komið því í gegn að starfsfólki félagsins verði meinað að vinna að heiman í störfum sínum fyrir félagið. 2.5.2024 10:30
Skúrkurinn endaði sem hetjan Það er óhætt að segja að Hannah Sharts, bandarískur miðvörður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, hafi átt viðburðaríkan leik gegn Keflavík á dögunum. Eftir að hafa gerst sek um óvenjuleg mistök í fyrri hálfleik steig hún upp og bætti upp fyrir þau með hreint út sagt mögnuðum leik. 2.5.2024 10:01
Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. 1.5.2024 10:00
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. 1.5.2024 08:58
Fengið nóg af því að vera ruslakista fyrir viðbjóð frá fólki „Þetta er bara komið gott,“ segir körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig fullsaddan af ófyrirleitnum skilaboðum. Aðkasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst umbreytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona áreiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skítkastið upp á yfirborðið. Þá fyrst sé möguleiki á því að þeir sem sendi slík skilaboð sjái að sér. 30.4.2024 10:30
Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. 30.4.2024 09:32
Tók sinn tíma að jafna sig Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. 29.4.2024 15:00
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29.4.2024 12:49
Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. 28.4.2024 08:00
Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. 27.4.2024 09:01