Munu ekki standa í vegi fyrir Verstappen vilji hann fara Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull Racing segjast ekki munu neyða þrefalda heimsmeistara sinn, ökumanninn Max Verstappen, til þess að vera áfram hjá liðinu út gildandi samning milli ökumannsins og liðsins sé það hans ósk að hverfa á braut. 11.3.2024 16:37
Reiknar ekki með endurkomu Gylfa Þórs David Nielsen, nýráðinn þjálfari Íslendingaliðs Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Reiknar ekki með því að Gylfi Þór snúi aftur í leikmannahóp liðsins er hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hafa verið að plaga hann. 11.3.2024 14:57
TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11.3.2024 09:01
Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. 9.3.2024 10:38
Áfall fyrir Ferrari: Sainz á leið í aðgerð - Keppir ekki um helgina Carlos Sainz, annar ökumanna Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið greindur með botnlangabólgu og þarf að gangast undir aðgerð vegna hennar. Hann mun því ekki aka bíl Ferrari þessa keppnishelgina. 8.3.2024 11:44
Íslenska lífið heillaði Vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjölskyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æskuslóðirnar á Akureyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir uppeldisfélag sitt Þór. Fjölskyldan var farinn að þrá íslenska lífið. 8.3.2024 10:01
Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“ Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. 7.3.2024 15:24
Ráku konuna sem sakar Horner um óviðeigandi hegðun Konan, sem starfaði hjá Formúlu 1 liði Red Bull Racing og sakar liðsstjórann Christian Horner um óviðeigandi hegðun, hefur verið leyst frá störfum. Þetta staðfestir talsmaður Red Bull samsteypunnar í samtali við BBC. 7.3.2024 14:08
Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“ Valsmenn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynsluboltanum Alexander Petersson sem meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ólíklegt að Alexander verði með liðinu í úrslitaleik bikarsins gegn ÍBV á laugardag. 7.3.2024 11:01
Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum Vallarstjóri KR á Meistaravöllum, Magnús Valur Böðvarsson, fylgist náið með langtíma veðurspánni og vonar að marshretið haldi sig fjarri Vesturbænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokkalega bjartsýnn á að heimavöllur KR verði leikfær fyrir fyrsta heimaleik liðsins. 7.3.2024 10:01