Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Bald­vin setur stefnuna á Ólympíu­­leikana: „Væri al­gjör draumur“

Ís­­lenski lang­hlauparinn Bald­vin Þór Magnús­­son hefur átt afar góðu gengi að fagna á árinu og sett fjögur ný Ís­lands­­met. Í 5000 metra hlaupi innan­­húss, í mílu innan­­húss, 1500 metra utan­­húss og 3000 metra hlaupi utan­­húss. Það er aðal­­­lega löngun Bald­vins í að bæta sig í sí­­fellu, fremur en löngun hans í Ís­lands­­met sem ýtir undir hans árangur upp á síð­kastið og hefur hann nú sett stefnuna á að upp­­­fylla draum sinn um að komast á Ólympíu­­leikana.

„Við verðum að nýta tímann vel“

Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnús­son, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðsla­tíma­bil og nálgast nú hrað­byri topp­form. Hann verður í eld­línunni með ís­lenska lands­liðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs lands­liðs­þjálfara, Snorra Steins Guð­jóns­sonar gegn Fær­eyjum.

Er­lendu leik­menn Grinda­víkur vel upp­lýstir: „Nóttin var ekkert eðli­leg“

Ólafur Ólafs­­son, fyrir­­liði Grinda­víkur í körfu­­boltanum, segir vel haldið utan um er­­lendu leik­­mennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir al­­menni­­legri jarð­­skjálfta­­virkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er ró­­legur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar.

Nýr kafli hefst form­lega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“

Snorri Steinn Guð­jóns­son snýr í kvöld aftur í Laugar­dals­höll með ís­lenska lands­liðinu í hand­bolta en nú í allt öðru hlut­verki sem lands­liðs­þjálfari. Það er í kvöld sem ís­lenska lands­liðið hefur form­lega veg­ferð sína undir stjórn hins nýja lands­liðs­þjálfara er Fær­eyingar mæta í heim­sókn. Snorri er á­nægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik.

„Sér­­­stakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“

Dag­ný Lísa Davíðs­dóttir var árið 2022 valin besti leik­­maður efstu deildar kvenna í körfu­­bolta og var hún á sama tíma reglu­­legur hluti af ís­­lenska lands­liðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfu­­bolta­vellinum og ó­­víst er hve­­nær hún snýr aftur.

Kú­vending á raunum Viggós sem gæti leikið með lands­liðinu

Svo gæti vel verið að Viggó Kristjáns­son, leik­maður Leipzig, geti beitt sér í komandi lands­leikjum ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikil­vægir þessir leikir eru upp á fram­haldið hjá ís­lenska lands­liðinu.

Sjá meira