Hætt hjá SFS og til liðs við Miðflokkinn Laufey Rún Ketilsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur gengið til liðs við Miðflokkinn. 17.10.2024 14:40
Forsetaframbjóðandi vill leiða lista Pírata Viktor Traustason, sem bauð sig fram í forsetakosningunum í júní síðastliðinn, hefur boðið sig fram í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. 17.10.2024 13:16
Þau skipa uppstillingarnefnd Sjálfstæðismanna í Reykjavík Fimmtán manns tóku sæti í uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi kjördæmaráðs flokksins í gær. Berta Gunnarsdóttir, varaformaður Varðar – fulltrúaráðssins í Reykjavík, er formaður nefndarinnar. 17.10.2024 11:38
Stefnir á áframhaldandi þingsetu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, stefnir á áframhaldandi þingsetu. Hann segist eiga eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann muni áfram bjóða fram krafta sína. 17.10.2024 10:28
Úlfur Þór til Firma lögmanna Úlfur Þór Andrason, lögmaður, hefur hafið störf hjá Firma lögmönnum. 17.10.2024 09:56
Stjörnurnar minnast Liam Payne: „Þessar fréttir eru hrikalegar, ég er orðlaus“ Stjörnurnar jafnt sem aðdáendur hafa minnst breska söngvarans Liam Payne á samfélagsmiðlunum eftir að fréttir bárust af andláti hans í gærkvöldi. Payne lést eftir að hafa fallið af svölum á þriðju hæðar hótels í argenísku höfuðborginni Buenos Aires. 17.10.2024 08:04
Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og skýjuðu, en átta til þrettán metrum á norðvestanverðu landinu. 17.10.2024 07:09
Liam Payne úr One Direction látinn Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne úr strákasveitinni One Direction er látinn. Hann var 31 árs. 16.10.2024 21:36
Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16.10.2024 13:25
Nýr aðstoðarmaður rétt fyrir ríkisstjórnarslit Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún hóf störf í síðustu viku einungis nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar baðst lausnar. 16.10.2024 10:06