Birta Kristín fengin til að leiða orkusvið Eflu Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Orku hjá Eflu og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Orkusvið er eitt af fjórum kjarnasviðum fyrirtækisins og telur yfir þrjátíu sérfræðinga. 28.9.2023 12:44
Fimm nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Fimm nýir veitingastaðir bætast við veitingaflóru Keflavíkurflugvallar næsta vor þegar þekktir og nýir veitingastaðir munu opna á tveimur svæðum inni á flugvellinum. Þrír munu opna í aðalbyggingu flugvallarins og tveir í suðurbyggingu. 28.9.2023 12:38
Harry Potter-leikarinn Michael Gambon látinn Írsk-enski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Albus Dumbledore. 28.9.2023 11:49
Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28.9.2023 11:31
Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. 28.9.2023 10:23
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28.9.2023 07:46
Hvessir með kvöldinu Lægðakerfið sem nú stýrir veðrinu liggur alllangt suðvedstur af landinu og má reikna með norðaustan strekkingi og rigningu af og til um landið norðan- og austanvert. Þó verður yfirleitt þurrt vestantil. 28.9.2023 07:25
Heiða nýr framkvæmdastjóri hjá Orkusölunni Heiða Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu hjá Orkusölunni. 27.9.2023 13:04
Kjartan Bjarni metinn hæfastur Dómnefnd metur það sem svo að Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fjórir sóttu um stöðuna. 27.9.2023 11:18
Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27.9.2023 08:48