Villikettir vilja lóð án endurgjalds: Segjast hafa sparað Hafnarfjarðarbæ tugi milljóna Sjálfboðaliðasamtökin Villikettir hafa óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær úthluti lóð við Kaplaskeið án endurgjalds þar sem samtökin gætu reist húsnæði til að sinna villi- og vergangsköttum. Formaður segir í bréfi til sveitarstjórnar að samkvæmt útreikningum hafi samtökin með vinnu sinni sennilega sparað bæjarfélaginu milli 70 og 80 milljónum króna á síðustu átta árum. 4.11.2022 14:33
Engar hópuppsagnir í október Engar tilkynningar bárust til Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir í október. 4.11.2022 09:35
Frysta leiguverð næstu þrjá mánuði Stjórn Brynju leigufélags hyggst frysta leiguverð næstu þrjá mánuði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi mikillar verðbólgu á þessu ári. 4.11.2022 07:54
Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. 4.11.2022 07:43
Hvessir seinnipartinn og þykknar upp Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri og síðar austlægri átt og lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi og slyddu í innsveitum. Annars er búist við léttskýjuðu og fremur mildu veðri. 4.11.2022 07:14
Ætla að koma allri starfsemi IKEA á einn stað Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ. 3.11.2022 14:42
Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. 3.11.2022 14:25
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3.11.2022 11:56
Harpa stýrir mannauðssviði Nóa Síríus Harpa Þorláksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Nóa Síríus og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. 3.11.2022 09:02
Ört dýpkandi lægð nálgast landið Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst. 3.11.2022 07:42