Ætla að koma allri starfsemi IKEA á einn stað Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:42 Eins og sjá má eru vinnuvélar mættar í hraunið til að sinna jarðvegsvinnu. Myndin var tekin í morgun. Vísir/Vilhelm Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ. Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend IKEA Garðabær Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend
IKEA Garðabær Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira