Færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna vatnslagnarinnar Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. 16.5.2024 12:32
Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16.5.2024 11:23
Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. 16.5.2024 08:51
Hægriflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar Geert Wilders, leiðtogi hollenska popúlistaflokksins Frelsisflokksins, segir að fjórir hægriflokkar hafi loks náð saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar. Wilders mun ekki gegna embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn. 16.5.2024 07:46
Víða gola og dálítil væta Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag þar sem verður suðlæg eða breytileg átt. Víða má reikna með golu eða kalda og dálítilli vætu, en yfirleitt þurrt um landið austanvert. 16.5.2024 07:18
Endurkjörinn formaður og fimm koma ný inn í stjórn Eyjólfur Árni Rafnsson var í dag endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins með 96,45 prósent greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda aðalfundar sem fram fór í dag. 15.5.2024 14:15
Maðurinn fannst heill á húfi Maður á fimmtugsaldri sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 15.5.2024 13:24
Forsætisráðherra Slóvakíu í lífshættu eftir skotárás Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás fyrr í dag. Hann er sagður vera með lífshættulega áverka. 15.5.2024 13:13
Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. 15.5.2024 10:01
Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. 15.5.2024 07:53