Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2025 08:06 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Ívar Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag. Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en fjölmörg samtök kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls næstkomandi föstudags. „Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann dag og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er um 1.000 talsins, þar af um 86 prósent konur. Reikna má með að verulegur hluti starfsfólks heilsugæslunnar muni leggja niður störf þennan dag. Komið verður til móts við starfsfólk vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er, en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun tryggja að nauðsynlegri þjónustu verði haldið gangandi svo öryggi fólks eða heilsu sé ekki stefnt í hættu. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum, auk þess sem nauðsynleg lyf verða endurnýjuð. Ekki má reikna með að hægt verði að sinna verkefnum sem ekki teljast bráð þennan dag. Forgangsraða verkefnum Lágmarksmönnun verður á Upplýsingamiðstöð HH. Miðstöðin svarar bráðum erindum í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru, en vegna lágmarks mönnunar má búast við lengri bið eftir þjónustu. Heimahjúkrun HH, sem veitir þjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, mun forgangsraða verkefnum þennan dag. Heimsóknum sem ekki mega bíða verður sinnt en mögulegt er að fresta þurfi heimsóknum sem geta beðið. Ekki dregið af launum starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun leita leiða til að konur og kvár sem ekki geta tekið þátt í verkfallinu geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu,“ segir í tilkynningunni. Kvennaverkfall Heilsugæsla Heilbrigðismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en fjölmörg samtök kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls næstkomandi föstudags. „Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann dag og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er um 1.000 talsins, þar af um 86 prósent konur. Reikna má með að verulegur hluti starfsfólks heilsugæslunnar muni leggja niður störf þennan dag. Komið verður til móts við starfsfólk vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er, en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun tryggja að nauðsynlegri þjónustu verði haldið gangandi svo öryggi fólks eða heilsu sé ekki stefnt í hættu. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum, auk þess sem nauðsynleg lyf verða endurnýjuð. Ekki má reikna með að hægt verði að sinna verkefnum sem ekki teljast bráð þennan dag. Forgangsraða verkefnum Lágmarksmönnun verður á Upplýsingamiðstöð HH. Miðstöðin svarar bráðum erindum í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru, en vegna lágmarks mönnunar má búast við lengri bið eftir þjónustu. Heimahjúkrun HH, sem veitir þjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, mun forgangsraða verkefnum þennan dag. Heimsóknum sem ekki mega bíða verður sinnt en mögulegt er að fresta þurfi heimsóknum sem geta beðið. Ekki dregið af launum starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun leita leiða til að konur og kvár sem ekki geta tekið þátt í verkfallinu geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu,“ segir í tilkynningunni.
Kvennaverkfall Heilsugæsla Heilbrigðismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12