Skýjað að mestu en úrkoma eða rigning sunnantil Grunn lægð lónar úti fyrir suðausturströndinni og fylgir henni dálítil úrkoma á sunnanverðu landinu, ýmist snjókoma eða rigning. 9.4.2024 07:14
„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8.4.2024 13:47
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8.4.2024 13:08
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8.4.2024 10:29
Óvænt sjötta framboð til stjórnar Sýnar Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd hafði áður tilkynnt um þau fimm sem lagt er til að taki sæti í stjórn. 8.4.2024 09:35
Reglubundnir þingflokksfundir á dagskrá klukkan 13 Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. 8.4.2024 08:45
Allhvöss norðaustanátt og snjór norðan- og austantil Suðaustur af landinu er nú djúp lægð sem heldur að okkur allhvassri norðaustanátt. Geri má ráð fyrir snjókomu á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjartviðri sunnanlands. 8.4.2024 07:13
Engar hópuppsagnir í síðasta mánuði Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum marsmánuði. 5.4.2024 12:46
Settur í embætti héraðsdómara Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029. 5.4.2024 11:32
Stýrir nýju sölusviði eftir uppsagnir hjá Nóa Síríus Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Fjórum var sagt upp í tengslum við endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins. 5.4.2024 08:54