Mild austanátt en hvassviðri sunnantil Lægð suðvestur af landinu beinir nú til okkar mildri austan- og suðaustanátt og má gera ráð fyrir að víða verði strekkingsvindur en hvassviðri með suðurströndinni. 5.3.2024 07:07
Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. 4.3.2024 13:15
Fjórtán sagt upp í einu hópuppsögn mánaðarins Fjórtán manns var sagt upp í einu hópuppsögn til tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði. 4.3.2024 12:45
Bein útsending: Skaðlegt inniloft, loftræstingar og heilsa Ráðstefna um skaðlegt inniloft, loftræsingar og heilsu fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. 4.3.2024 12:16
Leggjast gegn álklæðningu á tveimur hliðum Laugalækjarskóla Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur lagst gegn umsókn byggingarfulltrúa borgarinnar þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu. Er vísað í að að setja klæðningu á hús þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í upphafi hafi oft neikvæð áhrif á útlit húss. Þannig geti helstu stíleinkenni tapast. 4.3.2024 11:12
Karl Gunnlaugsson er fallinn frá Karl Gunnlaugsson, akstursíþróttamaður og athafnamaður, er látinn, 57 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ á laugardaginn. 4.3.2024 10:15
Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017 Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. 4.3.2024 08:57
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4.3.2024 07:40
Rauðar tölur um allt land Lægðin sem liggur skammt suður af landinu kemur með milt loft og er hitastigið víða komið upp í núll til sjö stig núna í morgunsárið. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun. 4.3.2024 07:13
Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. 2.3.2024 16:50