Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2.3.2024 16:37
Fasteignafélag Festar fær nýtt nafn Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir. 1.3.2024 13:50
Telja hóflegar launahækkanir ekki duga einar og sér Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér. 1.3.2024 12:45
Hildigunnur nýr veðurstofustjóri Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára. Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní næstkomandi. 1.3.2024 12:33
Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada látinn Brian Mulroney, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er látinn, 84 ára að aldri. Hann var um árabil formaður kanadíska Íhaldsflokksins og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1993. 1.3.2024 09:07
Flutti kókaínið og ketamínið innvortis og í fatnaði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjórtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla umtalsverðu magni af kókaíni og ketamíni til landsins. 1.3.2024 07:50
Reikna með að frostið bíti í kinnar í norðannæðingi Veðurstofan gerir ráð fyrir að það muni bæta í vind á landinu þegar gangi í norðan átta til fimmtán metra á sekúndu og hvassara í vindstrengjum suðaustantil síðdegis. 1.3.2024 07:09
Anna Kristín og Diljá bætast í eigendahóp MAGNA Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir hafa gengið til liðs við eigendahóp lögmannsstofunnar MAGNA. 29.2.2024 13:41
Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29.2.2024 13:35
Ráðin ábyrgðarmaður Arion vegna aðgerða gegn peningaþvætti Cecilia Agneta Ståhle hefur tekið við hlutverki ábyrgðarmanns vegna aðgerða Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 29.2.2024 13:08