Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 20:11 Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“ Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“
Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent