Neyðarskýli í Reykjavík verða opin á morgun Neyðarskýlin í Reykjavík verða öll opin á morgun, föstudag. Neyðarskýlin eru þrjú, tvö fyrir karlmenn, við Grandagarð og á Lindargötu, og eitt fyrir konur, Konukot í Eskihlíð. 15.12.2022 10:27
Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14.12.2022 17:00
Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. 14.12.2022 13:43
Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. 14.12.2022 12:11
Vanskil heimila og fyrirtækja lægri en fyrir faraldurinn Vanskil heimila og fyrirtækja hjá stóru viðskiptabönkunum þremur eru nú lægri en fyrir heimsfaraldurinn. Þá er atvinnuleysi lítið í kjölfar kraftmikillar fjölgunar starfa að undanförnu. 14.12.2022 11:20
Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. 14.12.2022 07:01
Greindi eiginmanninn á Google eftir stutt stopp á bráðamóttöku „Það versta er að læknar þola ekki sjálfsgreiningar af Google, en almúginn þarf samt að greina sig sjálfur til að fá hjálp,“ segir Karen Bereza. Eiginmaður hennar var sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans með verkjalyf þrátt fyrir sárar höfuðkvalir og hnakkastífni. 13.12.2022 15:14
„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“ „Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014. 12.12.2022 21:02
Mikilvægt að huga að réttri orkunotkun í frostinu „Við stöndum öll í þessum saman og hlúum að þessu,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður Veitna en frosthörkur á landinu undanfarna daga hafa haft áhrif á upphitun húsa. Hrefna segir ekki ástæðu til að fara sparlega með heita vatnið en mikilvægt sé að fólk fari vel yfir stillingar á heimilum sínum. 12.12.2022 17:36
Hyggjast bregðast við ofbeldi meðal barna Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu síðastliðinn föstudag viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu. Brugðist verður við auknu og alvarlegra ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ. 12.12.2022 13:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent