Ekki útlit fyrir að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar notkunar á heitu vatni Enn eitt metið á notkun á heitu vatni á Höfuðborgarsvæðinu var slegið síðasta sólahring. Upplýsingafulltrúi Veitna segir að þrátt fyrir kuldann sé ekki útlit fyrir að skerða þurfi heitt vatn á svæðinu. 2.2.2019 14:45
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2.2.2019 13:46
Minnihlutinn í borginni æfur yfir pálmatrjám Minnihluti borgarstjórnar vill að áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð verði endurskoðuð. Hugmyndin sé firring og fáránleg; fólki sé ofboðið. 31.1.2019 20:00
Eyþór mótfallinn því að innviðagjöld fari í Pálmatré Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. 31.1.2019 15:24
Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. 30.1.2019 13:30
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 29.1.2019 19:00
Eignaðist barn eftir að hafa fengið gjafaegg frá systur sinni Kona, sem fór í tíu frjósemisaðgerðir og eignaðist loks barn eftir að hafa fengið gjafaegg hjá systur sinni, segir umræðu þarfa um málefnið. Margir fáist við frjósemisvanda sem taki gríðarlega á. 28.1.2019 19:00
Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. 28.1.2019 19:00
Gervigreind til bjargar tungumálum Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. 25.1.2019 19:00
Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi Mikil þörf á gjafaeggjum en ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi að sögn fæðingar-og kvensjúkdómalæknis. Konur hugi of seint að barneiginum á sama tíma og frjósemi hafi minnkað bæði hjá konum og körlum. Umhverfisþættir eins og plast og of mikil seta getur haft áhrif á frjósemi karla. 24.1.2019 19:00