„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2019 12:00 Íbúasamtök Laugardals sendu formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna síðust Secret Solstice hátíð vegna of mikillar hávaðamengunnar og fíkniefnamála. Íbúi segist hafa hrakist frá heimili sínu. VÍSIR/Andri Marinó Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30
Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46