Vilja grafa John Snorra hjá Juan Pablo og Ali á K2 Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar hefur óskað eftir því að lík hans verði fært og grafið með ferðafélögum hans, Juan Pablo Mohr og Muhammad Ali Sadpara. Sé ekki hægt að gera það verði líkið fært af gönguleiðinni upp fjallið K2. 12.7.2022 19:02
Sex umferðarslys á Austurlandi í júní Alls voru sex umferðarslys, auk eins banaslyss, tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í júnímánuði. Hlúa þurfti að alls níu einstaklingum vegna áverka sem þeir hlutu í slysunum. 12.7.2022 18:14
Salmonella í karrý kryddi Matvælastofnun (MAST) hefur varað við neyslu á einni framleiðslulotu af Karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um salmonellusmit. 12.7.2022 17:27
Mo Farah var seldur í mansal sem barn Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin. 11.7.2022 23:52
Var vart hugað líf en hefur náð ótrúlegum bata þökk sé fiskroði Pétur Oddsson brann verulega þegar hann lenti í vinnuslysi í Önundarfirði árið 2020. Hann var á gjörgæslu í sextíu daga eftir slysið og í dái í hundrað daga. Með aðstoð Kerecis sem framleiðir stoðefni úr fiskroði hefur Pétur náð ótrúlegum bata. 11.7.2022 23:01
Ófætt barn ekki manneskja samkvæmt umferðarlögum í Texas Þunguð kona sem var sektuð af lögreglunni fyrir að vera ein að keyra á forgangsakrein hefur mótmælt sektinni sem hún fékk. Hún vill meina að ófætt barn hennar teljist sem farþegi en til að mega keyra á akreininni þurfa að vera tveir eða fleiri í ökutækinu. 11.7.2022 22:58
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11.7.2022 21:42
Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11.7.2022 20:07
Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. 11.7.2022 19:28
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11.7.2022 18:31
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti