Mo Farah var seldur í mansal sem barn Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júlí 2022 23:52 Mo Farah er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi. Getty/Nathan Stirk Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin. Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum. Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum.
Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30