„Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb“ „Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. 9.6.2024 07:01
Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8.6.2024 11:31
Gæti orðið að Gísla á Uppsölum ef hún ögrar sér ekki „Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta,“ segir fjölmiðlakonan og lífskúnstnerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir um Grænlandsævintýri sitt. Hún ræddi við blaðamann um viðburðaríkan feril sinn, lífið og tilveruna, ævintýraleg áhugamál, náttúruást og margt fleira. 8.6.2024 07:00
„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. 6.6.2024 07:01
„Pínu erfitt fyrir viðkvæman listamann“ „Maður getur nálgast ýmsar tilfinningar í gegnum tónlistina, stundum góðar stundum slæmar,“ segir tónlistarmaðurinn Kári Egilsson, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann kom fram á hátíðinni Great Escape. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðastliðið ár í lífi Kára en hann vinnur nú að annarri plötu sinni og frumsýnir splunkunýtt tónlistarmyndband hér í pistlinum. 5.6.2024 11:31
Bríet og Birnir rifu þakið af klúbbnum Ofurtvíeykið Bríet og Birnir fögnuðu útgáfu plötunnar 1000 orð með trylltu teiti á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Margt var um manninn og virtist stemningin sjóðheit. 4.6.2024 20:01
„Það eina sem ég vildi var bara að lifa“ „Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa,“ segir tónlistarmaðurinn Ísak Morris sem hefur átt viðburðaríka ævi en segist nú loksins hafa fundið sig. Ísak hefur verið viðloðinn tónlist frá unglingsaldri og vinnur nú að plötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina, æskuna, fíknina, edrúmennskuna, ástina og margt fleira. 4.6.2024 07:02
Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. 3.6.2024 14:26
„Tilfinningaþrungið að fá að fylgja myndinni í flík sem þessari“ Leikkonan og tónlistarkonan Elín Sif Hall hefur verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin ár, bæði í tónlistinni og á stóra skjánum. Hún skein skært á rauða dreglinum í Cannes á dögunum í fötum frá tískurisanum Chanel og býr yfir einstökum stíl sem vekur athygli. Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1.6.2024 11:30
„Svo góð tilfinning að endurheimta sjálfa sig“ „Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni. 1.6.2024 07:02