Hefur alltaf verið með bullandi bíladellu Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. 20.3.2024 07:01
Galið að geyma lagið í skúffunni Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. 20.3.2024 07:01
Myndaveisla: Sex listrænum áratugum fagnað með glæsilegri sýningu Listunnendur sameinuðust á Kjarvalsstöðum á laugardaginn við opnun á sýningunni Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát. Þar eru til sýnis verk eftir listakonuna Borghildi Óskarsdóttur sem er fædd árið 1942. 18.3.2024 17:01
Hamingjusöm og þakklát Katrín Tanja á splunkunýjum jeppa Fyrrum CrossFit heimsmeistarinn og afreksíþróttakonan Katrín Tanja nýtur lífsins í Norður-Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett ásamt unnusta sínum, íþróttamanninum Brooks Laich. Parið festi nýverið kaup á svörtum Land Rover Defender jeppa og birti Katrín Tanja mikla gleðifærslu á Instagram í tilefni af því. 18.3.2024 15:27
Selur tösku og eitt eintak af nýrri plötu á eina milljón „Útgáfudagur plötunnar er enn leyndó,“ segir tónlistarmaðurinn ISSI hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að glænýrri plötu sem ber heitið 21. Fyrr í dag birti hann færslu á Instagram þar sem hann auglýsir tösku og eitt eintak af plötunni til sölu á milljón krónur. 18.3.2024 14:01
Súrrealískt að djamma með Zöru Larsson „Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. 18.3.2024 12:00
Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á? Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana. 17.3.2024 12:31
„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. 17.3.2024 07:01
Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16.3.2024 11:30
Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14.3.2024 11:31