Sofa með barnið í tjaldi á pallinum Þriggja manna fjölskylda hefur búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. 1.8.2023 07:36
Náði að koma sér út á svalir þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli Eldur kviknaði í íbúð á 3. hæð við Hringbraut í Reykjavík í nótt og er talið að hann hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Íbúi komst út á svalir en nágranni sem kom til aðstoðar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. 1.8.2023 06:21
Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. 31.7.2023 13:21
Met slegið sjötta mánuðinn í röð Metfjöldi gistinótta var skráður í júní og nemur fjölgunin um 17 prósentum frá fyrra metárinu 2022. Met hafa verið slegin í öllum mánuðum það sem af er þessu ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. 31.7.2023 10:45
Alls ekki einangrað tilvik Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. 31.7.2023 09:48
Kaupa 2,9 milljarða króna frystitogara Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur fest kaup á frystitogaranum Tuukkaq frá Grænlandi. Kaupverð er sagt vera 148 milljónir danskra króna, eða tæpir 2,9 milljarðar íslenskra króna. 31.7.2023 09:05
Á fjórða þúsund gengu á gossvæðið sem verður aftur opið í dag Opið verður fyrir almenning inn á gossvæðið við Litla-Hrút frá Suðurstrandavegi til klukkan 18 í dag. Lokun gekk vel í gær og þurftu fáir á aðstoð að halda. 31.7.2023 08:34
Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31.7.2023 07:54
Eldur kviknaði hjá Geymslusvæðinu Eldur kviknaði í rusli utandyra í Hafnarfirði í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en svartan reyk lagði yfir hluta bæjarins. 31.7.2023 06:49
Veittist að fólki með stórum hníf Lögregla handtók einstakling grunaðan um að hafa veist að fólk með stórum hníf á höfuðborgarsvæðinu. Sá var handtekinn fyrir brot á vopnalögum og er sagður hafa verið í annarlegu ástandi. 31.7.2023 06:19