Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. 16.5.2022 13:06
Garðyrkjumaður að norðan stýrir Kirkjugarðasambandinu Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, er nýr formaður Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ). Smári var kosinn einróma á 26. aðalfundi sambandsins sem haldinn var á laugardag. 16.5.2022 11:06
Bein útsending: Opnun Nýsköpunarviku Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum. 16.5.2022 09:41
Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið. 16.5.2022 06:17
Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni. 15.5.2022 03:16
Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. 15.5.2022 02:40
Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. 15.5.2022 00:24
Sonurinn aðeins spillt fyrir nætursvefninum Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum. 14.5.2022 23:14
Ásmundur mættur snemma og ætlar að taka hressilega á því í kvöld Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Framsóknar, segist vera mjög vel stemmdur í kvöld og það hafi verið gaman að fylgjast með fulltrúum flokksins um allt land. 14.5.2022 22:24
Mikil ásókn í að greiða atkvæði utan kjörfundar Spennan magnast í kosningabaráttunni nú þegar innan við einn og hálfur sólarhringur er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu. Fleiri hafa nú greitt atkvæði utan kjörfundar en fyrir síðustu kosningar og búist er við að fjölmargir greiði atkvæði á morgun. 12.5.2022 23:33