Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 10:33 Stillimynd úr myndskeiði sem sýnir atburðarásina í Memphis þann 7. janúar. AP/Memphis-borg Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni. Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25