Enga menningu að finna í boxum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. mars 2023 19:48 Elísabet Jökulsdóttir vill að barist verði fyrir því að halda lífi í bréfaskiptum landsmanna. Vísir/Egill Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum. Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum.
Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira