Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Harma á­form stjórn­valda sem heimila hækkun gjalda

Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins.

Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í fram­boð

Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt.

Svona gæti Sunda­braut litið út: Brú eða göng meðal val­kosta

Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga.

Hans Enoksen er látinn

Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen er látinn, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009, en hann lést eftir langvarandi veikindi.

Aðal­steinn volgur og Björg orðuð við odd­vitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Vatna­skil í dönskum varnar­málum: Ætla að kaupa lang­dræg vopn í fyrsta sinn

Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi.

Ráðast í frekari rann­sókn á and­láti kvennanna sem létust í Laos

Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið.

Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið hand­samaður

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur.

Sjá meira