Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð

Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð.

Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ

Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni.

Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp

Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til.

Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum

Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð

Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 

„Eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn“

„Þetta er kvennamál eins mikið og viljum og segjum að við búum í feminískri útópíu, þá er þetta kvennamál,“ segir Ásgerður Heimisdóttir, móðir og nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Dóttir Ásgerðar kom í heiminn í desember 2019 og ætla mætti að þá hefði Ásgerður átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum eða fæðingarstyrk námsmanna. Svo var hins vegar ekki. Hún féll á milli kerfa og reyndist algjörlega réttlaus.

„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið”

Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi.

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi

Fimm konur og fimm karlar sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Val á listann mun fara fram með póstkosningu dagana 16. febrúar til 13. mars að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Sjá meira