Fjöldi banaslysa það sem af er ári ekki sést í áratugi Fjöldi þeirra banaslysa sem orðið hafa í umferðinni á árinu hefur ekki sést frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum. 17.1.2024 21:30
Takmarkanir á upplýsingaöflun um möguleg tengsl við hryðjuverkasamtök Upplýsingar um möguleg tengsl fólks, sem dvelur hér á landi, við hryðjuverkasamtök eru daglega í skoðun hjá lögreglu og verkefnið verður sífellt stærra, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn sem talinn er tengjast samtökunum ISIS var handtekinn fyrir helgi og sendur úr landi. 16.1.2024 21:31
Lítill gangur í viðræðum Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara. 16.1.2024 13:01
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15.1.2024 19:02
32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. 15.1.2024 10:10
„Það er einhver tenging á milli okkar en við höfum aldrei hist“ Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn á í einlægum en óhefðbundnum vinskap við 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimaprjónaðar peysur frá konunni. 12.1.2024 20:00
Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“ Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin. 11.1.2024 20:00
Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. 11.1.2024 12:01
Breytt pokastefna Sorpu umdeild: „Þetta er rugl“ Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir breytta pokastefnu hjá Sorpu kalla á sérstakar bílferðir og finnst miður að þróunin sé á þá leið að skerða þjónustu í nærumhverfinu. Viðmælendur fréttastofu segjast flestir óánægðir með breytingarnar 10.1.2024 21:31
Þátttakan skapi gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun Þátttaka Íslands í InvestEU áætluninni mun skapa gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun með áherslu á stafræna þróun og grænar lausnir. Þetta segir nýsköpunarráðherra sem kynnti verkefnið í morgun. 10.1.2024 14:00