Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2024 11:43 Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. Vísir Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“ Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“
Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira