Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9.10.2024 22:03
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9.10.2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8.10.2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8.10.2024 07:02
Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við. 7.10.2024 15:10
Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6.10.2024 18:50
Heppni að ekki fór verr þegar tveggja ára drengur féll niður nokkra metra Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6.10.2024 18:03
Stjónmálafræðingur segir kosningar nær en marga gruni Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram. 6.10.2024 11:41
Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Beirút, höfuðborg Líbanon, er líkt við stríðssvæði. Ísraelsmenn og Hezbollah samtökin hafa gert árásir á báða bóga á landamærunum í dag á sama tíma og fólk á Gasasvæðinu er hvatt til að flýja. Lögregla þurfti að hafa afskipti af mótmælendum í Reykjavík á samstöðufundi fyrir Palestínu. 5.10.2024 18:06
Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. 5.10.2024 11:42